Ísgerðin
Okkar grunnur er reistur á ís og rúmum 5 áratugum síðar höldum við enn í ræturnar. Við framleiðum allan ís á staðnum og vinnum blönduna frá grunni.
Vanillan frá Madagascar
Í Sava héraði Norðausturhluta Madagascar er að finna einn frjóasta jarðveg veraldar. Rakt loftslagið og rík jörðin hafa saman skapað hin fullkomnu skilyrði til ræktunar vanillu bauna. Frjóvgun blómanna fer fram með hjálp innfæddra og eru Madagascar bændur hvað frægastir fyrir sérkunnáttu sína við eftirvinnslu baunanna. Útkoman er sætt og kremað bragð sem tekur bragðlaukana í skoðunarferð um víða veröld.
Það er einmitt út af þessu sem við notum Madagascar vanillu í ísinn okkar.
Ísblandan
Uppistaðan í blöndunni okkar er íslensk mjólk og rjómi. Við notum engar olíur við gerðina heldur leyfum við rjómanum alfarið að sjá um ferðina.