top of page

Sagan okkar

Úr lítilli ísbúð yfir í bistro og bakarí

Skalli Lækjargata.jpg
Lækjargata 1970 copy.jpg

Lækjargata, Reykjavík.

1971

Sagan okkar hófst sumarið 1971 þegar við opnuðum litla ísbúð í hjarta Reykjarvíkur, Lækjargötu. Á þessum árum streymdi fólk úr öllum hornum borgarinnar í miðbæinn þar sem litla ísbúðin tók brosandi á móti straumnum.

Með árunum hefur starfsemin þróast hægt og rólega. Eftir 1980 tókum við að bjóða upp á ýmsa litla rétti sem hægt var að grípa með á hraðferð í gegnum daginn. 

​Í dag er staðurinn enn í eigu sömu fjölskyldu og þrátt fyrir að hafa tekið miklum breytingum í gegnum síðustu 5 áratugi þá er hugsunin á bak við hvert handtak enn það sama.

 

Að gera alltaf eins vel og við getum.

 

 

bottom of page