Hráefnið
Við vitum að í matargerð stendur allt og fellur með hráefninu. Þegar við vinnum réttina okkar frá grunni skiptir valið á innihaldinu okkur mestu máli.
Basilikan
Þar sem ekkert jafnast á við ferska basiliku með tómötunum, ólífuolíunni, ostinum og pizzunni þá pössum við alltaf upp á að plönturnar fái nóg af vatni og ljósi áður en hún birtist á disknum.
Kjötið
Kjötið í hamborgurunum okkar er hakkað úr fyrsta flokks ungnautakjöti og án allra aukaefna. Nautin eru alin á grasi til að tryggja gæði próteina.
Ólífuolían
Við notum eingöngu Mia Poesia jómfrúar ólífuolíu í bakstur og matargerð. Olíuna flytjum við inn frá Puglia á Ítalíu þar sem Raffaeli fjölskyldan hefur ræktað jarðir sínar í bænum Cerignola síðustu 120 árin.
Smjörið
Við trúum því að smjör geri allt betra. Þess vegna notum við ekta íslenskt smjör bæði í bakstur og aðra matargerð.